miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Það er félögin sem skapa sína stefnu í dómaramálum.

Við hjá ÍR Handbolta stofnuðum Dómaraakademíu þar sem við erum með alla A-, B- og C-stigs dómarana okkar saman og þar yfir er dómararáð sem m.a. mætir á leiki og fylgist með.  Núna um helgina er t.d. mót hjá 5.fl. ka. Y. þar sem verður verklegt próf hjá nýliðum okkar sem eru að taka A-stigið.   Á því móti reynum við eftir fremsta megni að raða óvönum dómara með vönum á leikjum og við erum síðan með C-stigs Dómara sem fylgist með og leiðbeinir í hálfleik og fer yfir hvað var gott og hvað má gera betur.
 
Það fæðist enginn sem dómari og því þurfa þeir að fá tækifæri til að vaxa og verða betri, og það gera þeir ekki nema með því að dæma leiki, hvort sem það er í mótum eða á æfingum hjá sínu félagi.
 
Allir gera mistök það vitum við öll, því miður eru til dæmi þar sem framkoma þjálfara, forsvarsmanna liða og foreldra hafa verið þannig að ungir dómarar hafa ekki fengist í störfin aftur eftir slíka útreið. Slík framkoma gagnvart dómurum er alls ekki afsakanleg en hendir því miður allt of oft í hita leiks og vonandi ávallt að vanhugsuðu máli. Rétt er að hafa í huga að dómari hefur annað sjónarhorn og yfirleitt betra en sá sem situr uppi í stúku og "dæmir þaðan
 
Okkur hjá ÍR hefur sem betur fer tekist að búa til flottan hóp Dómara sem inniheldur nærri 60 A-stigs, 13 B-stigs og 8 aðila sem hafa tekið C-stig. Hluta þeirra má sjá hér >
http://www.facebook.com/groups/363511777000018/members/ 
Hvað getum við gert til að bæta þetta enn frekar hjá okkur í dómaraakademíu ÍR Handbolta.
1) Siðareglur fyrir dómara, foreldra, leikmenn og stjórnarmenn sem verða kynntar á foreldrafundum flokka, þær eru á vefsvæði flokka og upp á vegg í íþróttahúsinu okkar.
2) Bætt umgjörð, ábyrgur aðili sem sér um dómaramál hjá félaginu og sér um dómarana í yngri flokkunum gagnvart foreldrum áhorfendum og þjálfurum.
3) Þjálfarar hvattir til að kalla til dómara á æfíngar og láta þá dæma æfingaleiki.
4) Nýir dómara verða settir með reynslumeiri til að þjálfa þá upp, því það fæðist sem enginn dómari.
5) Reynslumeiri dómarar mæta á leiki og veita yngri dómurum aðhald og tilsögn við verklega þætti dómgæslunnar.
6) Leyfum dómurum að dæma leikinn og gefið þeim svigrúm til að sýna sitt besta.
7) Við viljum ekki sjá neitt sem kallast "heimadómarar" hjá okkur, það eru reglur og það á að fara eftir þeim og dæma báðum megin.
8) Aðeins einn hefur leyfi til að setja út á dómgæslu innan skynsemismarka og það er þjálfarinn, liðin inni á velli eiga að einbeita sér að því að spila handbolta.
9) Bestu dómararnir "sjást ekki" í leik nema þegar brotið er á leikmanni, þá á flauta þeir hátt og eru með skýrar og ákveðnar bendingar.
10) Gerið alltaf ykkar besta, verið félaginu til fyrirmyndar, verið snyrtileg, í dómaratreyju og svörtum íþrótta- eða stuttbuxum.
11) Og það mikilvægasta af öllu verið tilbúin og hafið gaman af þessu
 
Myndir frá A-stigs dómaraprófinu sem við vorum með í fyrra má sjá hér.
https://picasaweb.google.com/103936165032209695930/2012212AStigsDomaraprof6FlokksMot#

mánudagur, 13. ágúst 2012

Frétt af vef HSÍ- Dagskrá dómaranefndar 2012-2013

Dagskrá dómaranefndar 2012-2013

Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.

C-stigs námskeið

Helgina 31.-02. september verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur föstudaginn 24. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.

Haustfundur dómara

Laugardaginn 1. september verður árlegur haustfundur deildardómara haldinn. Fundurinn verður haldinn í Reykjanesbæ og eiga allir deildardómarar sem og C-stigs dómaraefni félaga að mæta. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur föstudaginn 24. ágúst nk.

Fundur með dómaratengiliðum

Dómaranefnd HSÍ heldur fund með dómaratengiliðum fimmtudaginn 23. ágúst kl.18.00-20.00. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ og eiga dómaratengiliðir frá öllum félögum að mæta á þann fund en formenn deilda og unglingaráða eru einnig velkomnir.

Á fundinum verður farið yfir tilhögun og uppbyggingu dómaranámskeiða næsta vetur, mönnun leikja (dómarar, tímaverðir, ritarar), dómgæslu í yngri flokkum og verklega þjálfun yngri dómara. Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir miðvikudaginn 22. ágúst nk.

Fundur með þjálfurum og félögum

Dómaranefnd HSÍ heldur fund með starfandi þjálfara og fulltrúa félaga sunnudaginn 2.september nk. kl.11.00-12.30, en félög sem taka þátt í efstu deild karla og kvenna, er skylt að senda þjálfara á fund sem dómaranefnd boðar til í upphafi hvers keppnistímabils til að fara yfir leikreglur og áherslur dómaranefndar. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ.

Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir miðvikudaginn 29. ágúst nk.

Námskeið fyrir tímaverði og ritara

Dómaranefnd HSÍ heldur námskeið fyrir tímaverði og ritara fimmtudaginn 20.september milli kl.18.30 og 22.00. Mikilvægt er að allir sem hyggjast starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, og sóttu ekki námskeið á síðasta ári, mæti á þetta námskeið. Þátttakendur fá viðurkenningu í lok námskeiðs. Námskeiðið verður haldið í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardal. Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 14.september nk.

B-stigs námskeið

Helgina 21.-23. september nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu, en það er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur þriðjudaginn 18.september. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, e-mail og síma.

A-stigs námskeið

Dómaranefnd mun einnig halda áfram þeirri vinnu að bjóða uppá A-stigs dómaranámskeið í vetur. Þau námskeið hafa verið haldin hjá félögunum og er hægt að óska eftir þeim með að senda tölvupóst á robert@hsi.is. Það sem þarf að koma fram er nafn á tengilið og hugmynd að dagssetningu.

http://hsi.is/?i=56&expand=56&b=1%2C6263%2CnewsList.tpl
 

þriðjudagur, 8. maí 2012

Skráning dómara á Rvíkurmót í Austurbergi 12.-13. maí

Vantar dómara á Reykjavíkurmót 
6. flokks kvenna sem er haldið í Austurbergi helgina 12.-13. maí n.k.






Kveðja BOGUR

fimmtudagur, 29. mars 2012

Fjölgar í Dómaraakademíu ÍR Handbolta þar sem 31 A-stigs dómarar sem fóru í dómaraprófið í feb.voru útskrifaðir á dögunum og fá skírteini afhent í kvöld.

Skirteinin eru komin í hús fyrir þá sem voru á A-stigs dómaranámskeiði HSÍ í feb. og mun Siggeir dreifa þeim á leiknum í kvöld hjá 3 kk kl 20:20 í Austurbergi.
En fyrir þá sem ekki komast á leikinn ...."þá er ég með þetta á mér öllum stundum allann sólahringinn og þið getið nálgast skirteinin hjá mér" eins og hann komst að orði.  Og við höfum það fyrir víst að það ætti að vera auðvelt að nálgast hann í Austurbergi næstu vikur þar sem verkefni okkar er nú komið á fullt og Dómaraakademían kemur þar vonandi sterk inn í hin ýmsu verkefni og aðstoðar verkstjóra í því verkefni.

Þetta er því flottur hópur sem við erum með sem sér um dómgæslu hjá ÍR Handbolta, alls eru nú 59 A-stigs, 12 B-stigs og 8 C-stigs dómarar hjá okkur.  Stórglæsilegur hópur og skemmtilegur félagsskapur sem gaman er að vera hluti að enda snýst þetta um margt annað heldur en bara að dæma á mótum þar sem m.a. hittingar, grill og ýmis verkefni sem stuðla að því að gera handboltastarfið hjá ÍR enn þá betra eru á stefnuskrá Dómaraakademíu ÍR Handbolta.  

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfinu að hafa samband á netfangið irhandboltinn@gmail.com og fá þannig uppfærslu á því hvenær næsta námskeið HSÍ verður haldið.
Tveir flottir meðlimir í  Dómaraakademíu ÍR Handbolta og Barna- og Unglingaráði í Austurbergi í kvöld ,
 Aðalsteinn ( Steini ) afhendir Siggeir sitt A-skírteini.


mánudagur, 19. mars 2012

ÍR dómarar stóðu sig vel á ÍR-Móti um helgina.

Dómarar hjá ÍR stóðu sig vel síðustu helgi 16-18. mars á ÍR-Móti 5.fl. kvenna yngri í Austurbergi og Seljaskóla. Nánast 100%  mæting. Sumir dæmdu fleiri leiki en aðrir og þess má geta að öðrum ólöstuðum að Siggi Villi stóð sig frábærlega vel og dæmdi um 16 leiki á mótinu. ÍR er búið að fá mikið hrós fyrir mótið og stór hluti þess að allt gangi upp er að eiga að svona flotta ÍR-inga sem eru tilbúnir í dómgæslu.

Steini og Siggeir
Róbert að sýna hvernig á að dæma "fót"
Róbert Hnífsdal
Sólveig DÓMARI
Róbert fylgist grannt með!
Einar að setja línurnar!
Einar, einbeittur
Guðrún að segja öllum að koma?
Siggi Villi 16leikjadómarinn
Guðrún og Sólveig
Ágúst og Heimir
Dómara elítan í baksýn!
Siggeir og Hrafn
Runi C-domari/formaður
Róbert og Andri
Siggeir og Steinþór
Dómararnir þakka HK og ÍR fyrir leik
Steinþór einn sá reffilegasti á vellinum
Siggeir í góðum gír
Hilmar dómari og þjálfari á góðri stund


Fleiri myndir inn á ÍR Mótin

miðvikudagur, 14. mars 2012

Málþing um íþróttadómara í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17.00-20.00.

Kæru meðlimir í Dómaraakademíu ÍR

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara miðvikudaginn 21. mars næstkomandi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í laugardal.

Á þinginu verður fjallað um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar.  Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur.  Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir.  Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta, fræðast um stöðuna og leggja jafnvel orð í belg um málefnið.

Skráning er í síma 514-4000 eða á linda@isi.is  Í boði verður kaffi og léttar veitingar.

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt.



 
Með bestu kveðju,
Dómaraakademía ÍR Handbolta