mánudagur, 13. ágúst 2012

Frétt af vef HSÍ- Dagskrá dómaranefndar 2012-2013

Dagskrá dómaranefndar 2012-2013

Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.

C-stigs námskeið

Helgina 31.-02. september verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur föstudaginn 24. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.

Haustfundur dómara

Laugardaginn 1. september verður árlegur haustfundur deildardómara haldinn. Fundurinn verður haldinn í Reykjanesbæ og eiga allir deildardómarar sem og C-stigs dómaraefni félaga að mæta. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur föstudaginn 24. ágúst nk.

Fundur með dómaratengiliðum

Dómaranefnd HSÍ heldur fund með dómaratengiliðum fimmtudaginn 23. ágúst kl.18.00-20.00. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ og eiga dómaratengiliðir frá öllum félögum að mæta á þann fund en formenn deilda og unglingaráða eru einnig velkomnir.

Á fundinum verður farið yfir tilhögun og uppbyggingu dómaranámskeiða næsta vetur, mönnun leikja (dómarar, tímaverðir, ritarar), dómgæslu í yngri flokkum og verklega þjálfun yngri dómara. Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir miðvikudaginn 22. ágúst nk.

Fundur með þjálfurum og félögum

Dómaranefnd HSÍ heldur fund með starfandi þjálfara og fulltrúa félaga sunnudaginn 2.september nk. kl.11.00-12.30, en félög sem taka þátt í efstu deild karla og kvenna, er skylt að senda þjálfara á fund sem dómaranefnd boðar til í upphafi hvers keppnistímabils til að fara yfir leikreglur og áherslur dómaranefndar. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ.

Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir miðvikudaginn 29. ágúst nk.

Námskeið fyrir tímaverði og ritara

Dómaranefnd HSÍ heldur námskeið fyrir tímaverði og ritara fimmtudaginn 20.september milli kl.18.30 og 22.00. Mikilvægt er að allir sem hyggjast starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, og sóttu ekki námskeið á síðasta ári, mæti á þetta námskeið. Þátttakendur fá viðurkenningu í lok námskeiðs. Námskeiðið verður haldið í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardal. Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 14.september nk.

B-stigs námskeið

Helgina 21.-23. september nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu, en það er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka. Skráning fer fram árobert@hsi.is og lýkur þriðjudaginn 18.september. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, e-mail og síma.

A-stigs námskeið

Dómaranefnd mun einnig halda áfram þeirri vinnu að bjóða uppá A-stigs dómaranámskeið í vetur. Þau námskeið hafa verið haldin hjá félögunum og er hægt að óska eftir þeim með að senda tölvupóst á robert@hsi.is. Það sem þarf að koma fram er nafn á tengilið og hugmynd að dagssetningu.

http://hsi.is/?i=56&expand=56&b=1%2C6263%2CnewsList.tpl
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli