Við hjá ÍR Handbolta stofnuðum Dómaraakademíu þar sem við erum með alla A-, B- og C-stigs dómarana okkar saman og þar yfir er dómararáð sem m.a. mætir á leiki og fylgist með. Núna um helgina er t.d. mót hjá 5.fl. ka. Y. þar sem verður verklegt próf hjá nýliðum okkar sem eru að taka A-stigið. Á því móti reynum við eftir fremsta megni að raða óvönum dómara með vönum á leikjum og við erum síðan með C-stigs Dómara sem fylgist með og leiðbeinir í hálfleik og fer yfir hvað var gott og hvað má gera betur.
Það fæðist enginn sem dómari og því þurfa þeir að fá tækifæri til að vaxa og verða betri, og það gera þeir ekki nema með því að dæma leiki, hvort sem það er í mótum eða á æfingum hjá sínu félagi.
Allir gera mistök það vitum við öll, því miður eru til dæmi þar sem framkoma þjálfara, forsvarsmanna liða og foreldra hafa verið þannig að ungir dómarar hafa ekki fengist í störfin aftur eftir slíka útreið. Slík framkoma gagnvart dómurum er alls ekki afsakanleg en hendir því miður allt of oft í hita leiks og vonandi ávallt að vanhugsuðu máli. Rétt er að hafa í huga að dómari hefur annað sjónarhorn og yfirleitt betra en sá sem situr uppi í stúku og "dæmir þaðan
Okkur hjá ÍR hefur sem betur fer tekist að búa til flottan hóp Dómara sem inniheldur nærri 60 A-stigs, 13 B-stigs og 8 aðila sem hafa tekið C-stig. Hluta þeirra má sjá hér > http://www.facebook.com/groups/363511777000018/members/
Hvað getum við gert til að bæta þetta enn frekar hjá okkur í dómaraakademíu ÍR Handbolta.
1) Siðareglur fyrir dómara, foreldra, leikmenn og stjórnarmenn sem verða kynntar á foreldrafundum flokka, þær eru á vefsvæði flokka og upp á vegg í íþróttahúsinu okkar.
2) Bætt umgjörð, ábyrgur aðili sem sér um dómaramál hjá félaginu og sér um dómarana í yngri flokkunum gagnvart foreldrum áhorfendum og þjálfurum.
3) Þjálfarar hvattir til að kalla til dómara á æfíngar og láta þá dæma æfingaleiki.
4) Nýir dómara verða settir með reynslumeiri til að þjálfa þá upp, því það fæðist sem enginn dómari.
5) Reynslumeiri dómarar mæta á leiki og veita yngri dómurum aðhald og tilsögn við verklega þætti dómgæslunnar.
6) Leyfum dómurum að dæma leikinn og gefið þeim svigrúm til að sýna sitt besta.
7) Við viljum ekki sjá neitt sem kallast "heimadómarar" hjá okkur, það eru reglur og það á að fara eftir þeim og dæma báðum megin.
8) Aðeins einn hefur leyfi til að setja út á dómgæslu innan skynsemismarka og það er þjálfarinn, liðin inni á velli eiga að einbeita sér að því að spila handbolta.
9) Bestu dómararnir "sjást ekki" í leik nema þegar brotið er á leikmanni, þá á flauta þeir hátt og eru með skýrar og ákveðnar bendingar.
10) Gerið alltaf ykkar besta, verið félaginu til fyrirmyndar, verið snyrtileg, í dómaratreyju og svörtum íþrótta- eða stuttbuxum.
11) Og það mikilvægasta af öllu verið tilbúin og hafið gaman af þessu
Myndir frá A-stigs dómaraprófinu sem við vorum með í fyrra má sjá hér. https://picasaweb.google.com/103936165032209695930/2012212AStigsDomaraprof6FlokksMot#
Engin ummæli:
Skrifa ummæli