miðvikudagur, 14. mars 2012

Málþing um íþróttadómara í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17.00-20.00.

Kæru meðlimir í Dómaraakademíu ÍR

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara miðvikudaginn 21. mars næstkomandi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í laugardal.

Á þinginu verður fjallað um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar.  Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur.  Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir.  Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta, fræðast um stöðuna og leggja jafnvel orð í belg um málefnið.

Skráning er í síma 514-4000 eða á linda@isi.is  Í boði verður kaffi og léttar veitingar.

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt.



 
Með bestu kveðju,
Dómaraakademía ÍR Handbolta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli