En fyrir þá sem ekki komast á leikinn ...."þá er ég með þetta á mér öllum stundum allann sólahringinn og þið getið nálgast skirteinin hjá mér" eins og hann komst að orði. Og við höfum það fyrir víst að það ætti að vera auðvelt að nálgast hann í Austurbergi næstu vikur þar sem verkefni okkar er nú komið á fullt og Dómaraakademían kemur þar vonandi sterk inn í hin ýmsu verkefni og aðstoðar verkstjóra í því verkefni.
Þetta er því flottur hópur sem við erum með sem sér um dómgæslu hjá ÍR Handbolta, alls eru nú 59 A-stigs, 12 B-stigs og 8 C-stigs dómarar hjá okkur. Stórglæsilegur hópur og skemmtilegur félagsskapur sem gaman er að vera hluti að enda snýst þetta um margt annað heldur en bara að dæma á mótum þar sem m.a. hittingar, grill og ýmis verkefni sem stuðla að því að gera handboltastarfið hjá ÍR enn þá betra eru á stefnuskrá Dómaraakademíu ÍR Handbolta.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfinu að hafa samband á netfangið irhandboltinn@gmail.com og fá þannig uppfærslu á því hvenær næsta námskeið HSÍ verður haldið.
Tveir flottir meðlimir í Dómaraakademíu ÍR Handbolta og Barna- og Unglingaráði í Austurbergi í kvöld , Aðalsteinn ( Steini ) afhendir Siggeir sitt A-skírteini. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli