laugardagur, 18. febrúar 2012

Hagnaðarreglan er hornsteinn góðrar dómgæslu


Af hverju dæmir dómarinn ekki?

Hvort sem það eru körfu-, handbolta-, fótbolta eða aðrir dómara sem eiga hlut að máli ,þá er það almennt viðhorf þeirra sem meta störf dómara að góð beiting hagnaðarreglunnar sé allmennt það sem skilur bestu dómarana frá hinum, þar er þekking og skilningur á leiknum lykilatriði fyrir dómarann.

Næst þegar þú sérð snertingu sem þú telur vera brot,  mundu þá að dómarinn hefur þrjá kosti, að dæma varnarvillu, að dæma sóknarvillu og að láta leikinn halda áfram. Velji hann síðasta kostinn hefur hann tekið ákvörðun rétt eins og hann hefði gert með valkost eitt og tvö, en hann telur að hagsmunum leiksins sé betur borgið með því að flauta ekki. 

Punktar sem rétt er að muna
Hagnaðarreglan er hornsteinn góðrar dómgæslu
Hagnaðarreglan gerir kröfur til dómara um skilning og tilfinningu fyrir leiknum.
Að dæma ekki er oft góður valkostur.

Úrdráttur úr grein sem Kristinn Óskarsson skrifaði " Af hverju dæmir dómarinn ekki ? "


Engin ummæli:

Skrifa ummæli